Release details

2018-04-16 10:16 CEST
  • Print
  • Share Share
is

Heimavellir hf. - Fjárfestakynning vegna hlutafjárútboðs

Heimavellir munu á næstu dögum ásamt Landsbankanum funda með fjárfestum í tengslum við almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu og töku á hlutafé í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands hf.

Áskriftartímabil útboðsins er dagana 7. og 8. maí 2018. Í útboðinu bjóða Heimavellir til sölu 750.000.000 nýja hluti í félaginu, en gefi eftirspurn í útboðinu tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 900.000.000.

Markmið með útboðinu er að fjölga hluthöfum í Heimavöllum þannig að félagið uppfylli skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa að útboði loknu.

Hlutafé í Heimavöllum fyrir útboðið eru 10.282.419.644 hlutir og er hver hlutur ein króna að nafnverði. Félagið hefur gert skuldbindandi samning um sölu á 218.978.102 nýjum hlutum í Heimavöllum til erlends fjárfestingarsjóðs og verður hið nýja hlutafé gefið út samhliða hlutafjárhækkun félagsins vegna útboðsins, án þess þó að vera hluti af útboðinu. Hlutafé Heimavalla að þessu loknu verður á bilinu 11.251.397.746 -11.401.397.746 krónur að nafnverði, allt eftir því hvort heimild félagsins til að stækka útboðið verður nýtt eða ekki.

Fjárfestar geta valið þrjár áskriftarleiðir í útboðinu, tilboðsbækur A, B og C. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar stærð áskrifta, verðlagningu og úthlutunarreglur. Lágmarksáskrift í útboðinu er 100.000 krónur að kaupverði.

  Tilboðsbók A Tilboðsbók B Tilboðsbók C
Stærð tilboðsbókar (milljónir hluta): 150-180 (20%) 225-270 (30%) 375-450 (50%)
Stærð áskrifta (kaupverð): 100 þús.kr. - 500 þús.kr 550 þús.kr. - 10 m.kr. Yfir 10 m.kr.
Tilboðsverð: Á útboðsgengi tilboðsbókar A Á verðbilinu 1,38-1,71 á hlut / á útboðsgengi tilboðsbókar B Að lágmarki á genginu 1,38 krónur á hlut
Útboðsgengi (hollenskt útboð): 5% lægra en útboðsgengi tilboðsbókar B Á verðbilinu 1,38-1,71 krónur á hlut, þó ekki hærra en útboðsgengi tilboðsbókar C Að lágmarki á genginu 1,38 krónur á hlut

Birt verður lýsing vegna útboðsins og umsóknar Heimavalla um að allt hlutafé í félaginu verði tekið til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Lýsingin er í staðfestingarferli hjá Fjármálaeftirlitinu og er stefnt að því að hún verði birt í vikunni 22. - 28. apríl 2018 á vefsíðu Heimavalla, www.heimavellir.is/fjarfestar.

Meðfylgjandi er fjárfestakynning sem farið verður yfir á kynningarfundum með fjárfestum. Félagið mun einnig boða til opins kynningarfundar vegna útboðsins og verður hann nánar auglýstur síðar. Fjárfestakynninguna verður hægt að nálgast á vefsíðu Heimavalla: www.heimavellir.is/fjarfestar

Nánari upplýsingar veitir:

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heimavalla hf.

gudbrandur@heimavellir.is

sími 517 3440/896 0122

HUG#2184386