Release details

2019-01-25 16:30 CET
  • Print
  • Share Share
is

Sýn hf. : Auglýst eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar

Tilnefningarnefnd Sýnar hf. auglýsir hér með eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar Sýnar vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður föstudaginn 22. mars næstkomandi.

Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem tilnefningarnefnd félagsins lætur í té og unnt er að nálgast á vef félagsins á slóðinni https://syn.is/fjarfestatengsl/adalfundur.

Skal senda framboðstilkynningu á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is eigi síðar en 11. febrúar nk.
HUG#2232431