Release details

2018-01-22 17:00 CET
  • Print
  • Share Share
is

Skeljungur hf.: Tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun og lok endurkaupaáætlunar

Í 3. viku 2018 keypti Skeljungur hf. 14.569.121 eigin hluti fyrir 101.555.163 kr. eins og hér segir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð
16.1.2018 10:20:01 4.996.200 6,9 34.473.780
18.1.2018 15:23:49 4.996.200 7,06 35.273.172
19.1.2018 10:37:18 4.576.721 6,95 31.808.211
Samtals   14.569.121   101.555.163

Endurkaupaáætlun Skeljungs hf., sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 7. nóvember 2017, er nú lokið og hefur áætlun félagsins um kaup á eigin bréfum verið náð.

 

Samkvæmt áætluninni máttu endurkaup félagsins nema allt að 215.203.185 hlutum, þ.e. 10% af eigin fé, og heildarkaupverð mátti ekki nema hærri fjárhæð en 700 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin var í gildi til aðalfundardags 2018 nema öðru hvoru framangreindra marka yrði náð áður. Félagið hefur nú keypt samtals 99.504.521 hluti fyrir samtals 699.999.999 kr. og er því framangreindu marki um fjölda keyptra hluta náð. Skeljungur á nú samtals sem nemur 4,62% af heildarhlutafé félagsins.

Endurkaupaáætlunin var framkvæmd í samræmi við ákvæði laga nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik.

Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, fjarfestar@skeljungur.is, s: 840-3071.

HUG#2162848