Release details

2017-05-21 21:47 CEST
  • Print
  • Share Share
is

Skeljungur: Reglur stjórnar Skeljungs hf. um opin tímabil fyrir innherjaviðskipti

Stjórn Skeljungs hefur ákveðið að lengja það tímabil sem fruminnherjar hafa til þess að eiga viðskipti með hlutabréf í Skeljungi, eftir birtingu fjárhagsupplýsinga, úr 14 dögum í 21 dag. Líkt og áður hefur verið greint frá hefst opna tímabilið á deginum sem uppgjör er birt og inniheldur helgar og frídaga. 


Nánari upplýsingar veitir Ingunn Agnes Kro, regluvörður, s: 840-3026,  tölvup.: regluvordur@skeljungur.is. 

HUG#2106504